Gistiheimili

Gistiheimili

Fagvís við Breiðumörk í Hveragerði

Nokkur atriði sem vert er að benda á.

Ef þú gistir í Hveragerði, þá ert þú staddur í blómabænum Hveragerði.

Þar er hægt að upplifa ýmislegt og gera dvölina bæði ánægjuríka og skemmtilega.

Gönguleiðir eru hér margar og fjölbreitilegar (sjá kort af gönguleiðum )

Að ganga upp að Reykjum og síðan meðfram Reykjafjalli og innfyrir Heilsustofnun er mjög falleg leið eftir skógarstígum. Lengja má gönguferðina og fara alla leið að Ölfusborgum.

Göngustígur frá Fossflöt, sem er trjágarður hér við endann á götunni, liggur upp með Varmá og er síðan farið yfir göngubrú vestan við Frost og Funa og gengið þaðan upp að nýja hverasvæðinu sem myndaðist í jarðskjáltanum 2008.

Sumir skoða skáldagötuna sem er í vesturhluta Hveragerðisbæjar og er vel merkt. Sumir ganga síðan upp að klettabeltinu sem gengur út frá Kömbun og heitir Hamarinn en þar er komin fallegur skógur með góðum göngustíg í gegnum skóginn undir Hamrinum.

Sundlaugin í Laugaskarði er rómuð fyrir hreint og gott vatn og einstaka staðsetningu. Það er um 4 mínútna gangur í laugina frá miðbæ Hveragerðis. Einnig er laug á heilsustofnun NLFÍ.

Hverasvæðið er í miðju bæjarins og er í um 3 mínútna gangur að því. Þar eru leir- og vatnshverir og er vatnshæð mismunandi í þeim þó ekki sé nema nokkrir metrar á milli þeirra.

Veitingastaðir eru hér í sömu götu.

Hádegisverður er í Kjöt og Kúnst og þar er hægt að fá rómantískan kvöldverð með rauðvíni og coniaki. Hofflandsetrið býður upp á Pizzur og smárétti auk hádegisverðar. Hótel Örk er með ljúfar veitingar. Gott bakarí sem er með súpu í hádeginu og kaffi eða té allan daginn er hjá Almarsbakarí sem er í Sunnumörk 2. Verslunarmiðstöðin býður upp á bókasafn, jarðskjálftahermir, uppklýsingamiðstöð, vínbúð, Gjafavöruverslunina Hverablóm og fleiri sérverslanir.

Ef þú vilt versla þá er Skartgripa og minjavöruverslunin Hjá Thelmu við Breiðumörk. Þar er einnig Blómaborg með blóm og gjafavöru. Álnavörubúðin selur mikið af allskynns fötum og skóm. Á sumrin er rekin hanndverksmarkaður að Breiðumörk 24 og síðan er Shellsjoppan. Ofan á allt þetta er svo Bónus í Sunnumörk, .

Ef þú vilt spila golf þá er lítill par 9 holu völlur á Arkartúninu, mjög skemmtilegur og síðan flottur völlur inn í Gufudal. Þar fást veitingar og golfgleði fyrir alla. Listasafn Árnesinga er við Reykjamörk. Þar eru jafnan áhugaverðar sýningar.

Lítið eitt af því sem má skoða og njóta í Hveragerði.