Valsheiði 1, 810 Hveragerði
65.600.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
184 m2
65.600.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
63.000.000
Fasteignamat
50.400.000

Fagvís fasteignamiðlun, s 483-5900, kynnir: 
Höfum í einkasölu, mjög fallega eign við Valsheiði 1 í Hveragerði. 
Um er að ræða alls 184,6 fm. timbur einbýlishús, ásamt bílskúr. Húsið er byggt 2006 og klætt utan með hvítum Duropal utanhús-plötum og lituðu stáli á þaki. Eignin samanstendur af 129,8 fm. íbúð og 54,8 fm. bílskúr, þar af snyrting og herbergi. Íbúðin skiptist í fjögur svefnherbergi, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, forstofu, ásamt með gestasnyrtingu, eldhúsi, baðherbergi og þvottahúsi. Úr stofu er gengið út á aflokaða timbur verönd með góðum skjólveggjum. Frá verönd er góð tenging við garð og á baklóð er garð-gróðurhús um 14 fm. Stofa snýr í suður og er björt með fallegum frönskum gluggum og er opið milli stofu og eldhúss. Miðrými myndar sjónvarpshol og tengir vel eldhús og stofur. Eldhús er rúmgott með eikar innréttingu frá Axis, ásamt góðum tækjum og góðu skápaplássi. Þvottahús er inn af holi, þar er innrétting og útgöngudyr. Í baðherbergi er góð innrétting, sturta- og baðker, upphengd skál og vel frá gengið í alla staði. Gestasnyrting er með sturtuklefa. Gólfefni eru ljósar flísar. Bílskúr er mjög vel frágenginn. Aðkoma að húsi mjög snyrtileg. Lóð fullbúin og vel frágengin á allan hátt. Framan við húsið eru góðar stéttar og gott bílaplan er fyrir framan bílskúr. Þetta er vel staðsett eign. Eign sem hefur verið nostrað við á allan hátt og var vandað til við byggingu. 
Einstaklega áhugaverð eign. Ath. 32 amp. hleðslustöð fyrir rafbíla er utan á bílskúr. 

Nánari upplýsingar á skrifstofu
Fagvís ehf, fasteignamiðlunar.
Sími: 483-5900 / 860-2078
Kristín Rós Magnadóttir
[email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.