Dranghólar 29, 800 Selfoss
43.000.000 Kr.
Fjölbýli
5 herb.
219 m2
43.000.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
61.250.000
Fasteignamat
36.450.000

Um er að ræða 219,3 fm einbýlishús með innbyggðum bílskúr við Dranghóla 29 á Selfossi.

Nánari lýsing: Forstofa með flísum, vantar fataskáp og flísar undir hann. Hol/sjónvarpshol með plastparketi á gólfi. Eldhús með flísum á gólfi og hvítri eldhúsinnréttingu, borðkrókur. Eldhúsinnrétting þarfnast viðhalds. Stofa með plastparketi á gólfi, hurð út í garð. Plastaparket á stofu þarfnast endurnýjunar. Gangur með plastparketi á gólfi. Þvottahús með parketi að hluta á gólfi, skápur, hurð út í garð og önnur inn í bílskúr. Þrjú svefnherbergi með plastparketi á gólfi, skápur í einu þeirra. Hjónaherbergi með plastparketi á gólfi, fataherbergi inn á hjónaherbergi. Baðherbergi með flísum á gólfi, hornbaðkar, sturta, skápur undir vaski. Hurð út á baklóð. Bílskúr þarfnast viðhalds, búið að stúka af geymslu.

Húsið er ekki klætt að utan og vantar frágang við glugga og hurðir. Flasningar vantar á þakið. Krossviður að utan þarfnast endurnýjunar. Ekki er búið að ganga frá þakkanti. Vantar hitastýringar á gólfhita. Rafmagn að innan er ófrágengið. Að hluta á eftir að klæða með gifsi að innan. Húsið er skráð samkvæmt Þjóðskrá á byggingarstigi 4.

Um er að ræða eign í byggingu og brunabótamat liggur ekki fyrir, kemur það í hlut kaupanda að greiða skipulagsgjald þegar þess verður krafist. Kaupandi skal áður en hann hefur framkvæmdir ráða nýjan byggingarstjóra að húsinu, nema kaupandi semji við byggingarstjóra húss um áframhaldandi starf. Sama gildir um alla aðra iðnameistara að húsinu. Ef eftir á að tengja hitaveitu, kalt vatn og rafmagn þá er það á ábyrgð kaupenda að sjá um það og greiða allan kostnað því fylgjandi. Kaupanda er bent á að leita sér aðstoðar sérfræðings til að afla upplýsinga og trygginga sem nauðsynlegar eru við kaup á eignum á þessu byggingarstigi.

ÍLS mælir sérstaklega að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.