Bjarkarás 9, 210 Garðabær
74.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
141 m2
74.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
56.380.000
Fasteignamat
63.950.000

Anna Teitsdóttir löggiltur fasteignasali og Fagvís fasteignasala, kynna í sölu einstaka fallega og skemmtilega hæð við Bjarkarás 9 í Garðabæ. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með sérinngangi og 51 fm þaksvölum sem snúa í suðvestur. Herbergi íbúðar eru rúmgóð, góðar innréttingar í eldhúsi og á baðherbergi. Stofa, borðstofa og sjónvarpshol í einu stóru rými  en auðveldlega er hægt að stúka sjónvarpsholið af. Frábær eign fyrir fjölskylduna, svalir sem auka notagildi íbúðar til muna, bílastæði í bílageymslu fylgir eigninni. sameign húss eru mjög snyrtilegar. Bjarkarás  verðlaunagata og hefur Bjarkarás 1-15 hlotið sérstakar viðurkenningar fyrir fallega lóð og vel hirt umhverfi frá Garðabæ. 

Bókið skoðun hjá Önnu lögg. fasts. í síma 7877800


Nánari lýsing :
Inngangur að eign er alveg sér og labbað er inn yfirbyggðar tröppur. Komið er inn í góða forstofu, ljósar flísar á gólfi, rúmgóður fataskápur með hengi og skúffum. Frá anddyri er gengið inn í opið rými sem er stofa, borðstofa og sjónvarpshol á hægri hönd. Frá rýminu er einnig að hluta opið inn í eldhús. Gengið er út á þaksvalir frá rýminu. Rýmið er bjart og rúmgott, parket á gólfi. Í eldhúsi er góð innrétting, eikar skápar að neðan en hvítir efri skápar, steinn á borðum, helluborð, vifta, ofn og borðkrókur við glugga í enda eldhúss, flísar eru á gólfi. Svefnherbergisgangur liggur samhliða sjónvarpsholi. Þar er einnig þvottahús og baðherbergi íbúðar.   
Þvottahús er flísalagt, með innréttingu fyrir þvottavél og þurrkara og skápum. Á baðherbergi er falleg innrétting undir vaski, steinn á vaskaborði, skápar eru einnig á vegg gent vaski, upphengt salerni, stór sturta og flísar á gólfi og á veggjum. Hjónaherbergi er mjög rúmgott með mjög góðu skápaplássi, fallegu útsýni og parket á gólfi. Barnaherbergin eru tvö og er annað þeirra aðeins stærra en hitt, skápar eru í báðum herbergjum og parket á gólfi. 

Sameign í kjarna Bjarkarás 1-15 er sinnt af öflugu húsfélagi og voru öll húsin máluð síðastliðið sumar.  Stoðir undir húsinu voru styrktar nýverið. Garðurinn er mjög fallegur, snyrtilegur og vel hirtur. Bílakjallari íbúða er undir eigninni og þaksvölum íbúðar. Í húsinu eru einnig hjólageymsla fyrir kjarnann. Geymsla íbúðar er einnig í sameign húss.


Allar nánari upplýsingar veitir Anna Teitsdóttir lögg. fast. í síma 7877800 eða á tölvupóst á [email protected]
www.facebook.com/AnnaTeits/

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fagvís hvetur því alla væntanlega kaupendur á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 62.000. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.