Fagvís - Fasteignasala Hveragerðis kynnir í einkasölu:
Höfum fengið á sölu parhúsagrunn að Þórsmörk 6.
Eignin er í miðbænum, örstutt í skóla, veitingastaði og verslun.Grunnurinn er undir u.þ.b. 200 fm parhús með bílskúr.
Búið er að steypa plötu og leggja í hana gólfhitalagnir.
Lóðin er grófjöfnuð með frágengnum lögnum út í götu.
Flestar teikningar fylgja.
Samkvæmt teikningu hússins er skipulag eftirfarandi:
Á neðri hæðinni er anddyri, baðherbergi, þvottahús, eldhús, borðstofa, stofa, stigagangur og bílskúr.
Á efri hæðinni eru þrjú svefnherbergi, sjónvarpshol, baðherbergi og útgengt út á svalir.
Gert er ráð fyrir hurð úr stofunni út á pall sem vísar til suðurs. Einnig er gert ráð fyrir hurð út úr þvottahúsi.
Hér er linkur á skipulagsáætlun hverfisins:
http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=04635769637065540352
Nánari upplýsingar á skrifstofu
Fagvís - Fasteignasölu Hveragerðis
Breiðumörk 13
Sími: 483-5900 / [email protected]Kristín Rós MagnadóttirLöggiltur fasteignasali og lögfræðingur
S : 860-2078
[email protected]Eva Björg ÁrnadóttirNemi til lögg. fasteignasala
S : 857-6600
[email protected]Elínborg María ÓlafsdóttirNemi til lögg. fasteignasala
S : 861-6866
[email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fagvís - Fasteignasala Hveragerðis bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.