Breiðamörk 13, 810 Hveragerði
39.700.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
2 herb.
96 m2
39.700.000
Stofur
0
Svefnherbergi
1
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2002
Brunabótamat
35.100.000
Fasteignamat
35.200.000

Fagvís - Fasteignasala Hveragerðis kynnir í einkasölu :
Breiðamörk 13, 810 Hveragerði.
 
Höfum fengið í sölu, 97 fm, þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í steinsteyptu húsi við Breiðumörk í Hveragerði.
Húsið er byggt 2003. Eignin er grá-steinuð að utan og gluggar eru hvítmálaðir.
Innréttingar eru allar sérsmíðaðar á vandaðan hátt.
Eignin er með tvennum svölum sem vísa til austurs og vesturs.
Heitur pottur er á vestur svölum hússins.

Í alrýminu er eldhús, stofa og borðstofa.
Lágur veggur skilur að stofu og sjónvarpshol.
Stór og fallegur arinn er í stofunni sem nýtur sín einnig vel í sjónvarpsholi.
Gengið er úr borðstofu út á svalir sem vísa til austurs.
Úr svefnherbergi og baðherbergi er gengið út á svalir sem vísa til vesturs. Þar er heitur pottur og skjólgott.
Mjög gott skápapláss er í svefnherbergi, fjórfaldur skápur með sex skúffum og efri skápum. Þeir eru sérsmíðaðir.
Baðherbergi og þvottahús er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum.
Sérsmíðaðar innréttingar eru bæði á baðherbergi og þvottahúsi.
Mjög gott vinnupláss er í þvottahúsi með mjög miklu skápa og skúffuplássi.
Á baðherbergi er sturtuklefi, bítettskál, upphengt klósett og handlaug.
Samkvæmt teikningum er svefnherbergi þar sem nú er þvottahús og möguleiki að færa þvottaaðstöðu inn á bað til þess að nýta herbergið, þar eru lagnir til staðar.  
Gólfefni eru flísar og ljóst parket.
Í kjallara og undir tröppum er góð, ca. 55 fm. geymsla, en lofthæð í kjallara er um 155 cm.
Eignin hefur fengið gott viðhald.

Mjög áhugaverð eign á besta stað í bænum.   

Nánari upplýsingar á skrifstofu
Fagvís - Fasteignasölu Hveragerðis
Breiðumörk 13
Sími: 483-5900 / [email protected]

Kristín Rós Magnadóttir

Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur
S : 860-2078 
[email protected]
Eva Björg Árnadóttir
Nemi til lögg. fasteignasala
S : 857-6600   
[email protected]
Elínborg María Ólafsdóttir
Nemi til lögg. fasteignasala
S : 861-6866
[email protected]
 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.


Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fagvís - Fasteignasala Hveragerðis bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.