Birkimörk 11, 810 Hveragerði
45.900.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á einni hæð
3 herb.
108 m2
45.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
37.900.000
Fasteignamat
41.000.000

Fagvís - Fasteignasala Hveragerðis kynnir í einkasölu:
 
Höfum fengið á sölu fallegt og vel skipulagt endaraðhús við Birkimörk.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Eldhús er með góðri innréttingu, eldhús og stofa eru í sama rými. Eldhústæki og borðplata eru ný. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, þar er nýleg innrétting og góð sturta. 
Svefnherbergi eru tvö, bæði með góðum skápum.
Hjónaherbergi er rúmgott, 14,7 fm og úr því er útgengt á pall. 
Þvottahús er rúmgott og þar er stigi upp á geymsluloft. 
Gólfefni á íbúðinni eru flísar og parket.
Útihurð er léleg en seljendur munu láta setja nýja hurð (ný hurð er í smíðum).
Úr stofu er gengið út á skjólgóðan pall. Á honum er nýr rafmagnspottur sem getur mögulega fylgt. Á pallinum er einnig geymsluskúr.
Garður er þökulagður og hellulagt er framan við húsið.
Björt og vel skipulögð eign.

Nánari upplýsingar á skrifstofu
Fagvís - Fasteignasölu Hveragerðis
Breiðumörk 13
Sími: 483-5900 / [email protected]


Kristín Rós Magnadóttir
Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur
S : 860-2078 
[email protected]
Eva Björg Árnadóttir
Nemi til lögg. fasteignasala
S : 857-6600   
[email protected]
Elínborg María Ólafsdóttir
Nemi til lögg. fasteignasala
S : 861-6866
[email protected]
 
 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.


Skoðunarskylda kaupanda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Fagvís - Fasteignasala Hveragerðis bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.