Um okkur

Helstu atriði um þróun og aðdraganda að stofnun Fagvís ehf.

Fyrirtækið Fagvís var formlega stofnað seinni hluta árs 2007. Eigendur eru Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir og Kristinn G. Kristjánsson. Tilgangur félagsins var fyrst og fremst rekstur fasteignamiðlunar í Hveragerði ásamt gistiheimili. Einnig hélt félagið utan um rekstur þjónustuskrifstofu fyrir Vátryggingafélag Íslands frá árinu 2007 til ársins 2015.

Undanfari fyrirtækisins Fagvís var Þjónustuskrifstofa Kristins G. Kristjánssonar sem var starfrækt frá árinu 1986 og störfuðu með honum á skrifstofunni meðal annars, Rut Gunnarsdóttir í um þrjú ár, Ingibjörg Sverrisdóttir í tíu ár, Viktoría Sif Kristinsdóttir og fleiri um skemmri tíma.

Kristinn hefur haft með höndum fasteignamiðlun í Hveragerði frá því í maí 1986 og hefur því verið starfandi við fasteignasölu í tæp 30 ár.

Í byrjun árs 2015 færði Vís þjónustu við Hvergerðinga á skrifstofu félagsins á Selfossi. Við þau tímamót breytti Fagvís nokkuð starfsemi sinni á skrifstofunni að Breiðumörk 13 Hveragerði. Hluta húsnæðisins var breytt þannig að nú er komið inn í afgreiðslu og verslunarpláss en skrifstofa fasteignahluta félagsins er með skrifstofu þar inn af.

Fagvís rekur nú fyrst og fremst fasteignamiðlun en einnig gistiheimili að Breiðumörk 13 og að Breiðumörk 23. Síðan er verlsun með vöruúrvali, sérstaklega ætlað ferðamönnum og til gjafa. Má þar nefna, mynja- og skartgripi, ásamt húðvörulínum , ferðabókum á ensku, frönsku og þýsku og lítilsháttar af vönduðum íslenskum textílfatnaði.

Það er fróðlegt að sjá hvað er á boðstólum í þessari verslun og er víst að margir munu finna þar vandaðar vörur frá þekktum íslenskum hönnuðum. Fagvís einsetur sér að vera einungis með íslenskar vörur til sölu og hafa á boðstólum eitt það besta í hverjum vöruflokki.

Fagvís stendur því fyrir: Fasteignamiðlun, verslun og gistiheimili.

Starfsmenn Fagvís í dag eru: Kristinn G. Kristjánsson, Thelma Rós Kristinsdóttir og Aðalheiður Dúfa Kristinsdóttir.

Starfsmenn

Kristín Rós Magnadóttir
Lögfræðingur og Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Thelma Rós Kristinsdóttir
Skrifstofustjóri
SJÁ NÁNAR
Skúli Sigurðsson
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Þórarinn Kópsson
Löggiltur fasteignasali
SJÁ NÁNAR
Kristinn G. Kristjánsson
Lögg. fasteignasali og iðnmeistari
SJÁ NÁNAR