Verslun

,,Til að gleðja“ er kjörorð verslunarinnar Hjá Thelmu

Hjá Thelmu er aðallega skartgripa og mynjavöruverslun ásamt lítilsháttar af fallegum textílfatnaði. Hjá Thelmu er einungis boðið upp á íslenska hönnun.

Til sölu eru skartgripir frá þekktum íslenskum hönnuðum í samstarfi við verslun Karls Guðmundssonar Selfossi.

Frá listahönniðinum Birnu B er handunninn einstakur fatnaður svo sem kjólar, peysur, slár og skokkar.

Frá Zo On eru húfur, treflar, bolir og göngufatnaður.

Frá Moment in time, gallerý koma einstaklega fallegir postulínshlutir og skartgripir.

Í boði eru olíur og húðsnyrtivörur frá Villimey og Purity Herbs.

Auk alls þessa er ýmis annar varningur á boðstólum svo sem bækur um Ísland á erlendum tungumálum.

Í verluninni má finna fallegar vörur fyrir ferðamanninn, gjafir fyrir fermingarbörnin, hönnunarvöru fyrir afmælisbarnið og líka fallegar vörur ef bóndinn vill vera viss um að fá einstaklega fallegan hlut til að gleðja konuna.

Það mundi gleðja mig ef þú kæmir og skoðaðir það sem ég er að bjóða upp á og það mundi gleðja þig ef þú finndir fallegan hlut til kaupa sem mundi þá gleðja þig eða einhvern annan.

Velkomin í verslunina Hjá Thelmu að Breiðumörk 13 Hveragerði.

Opið frá kl. 13:00 til 17:00 virka daga.

Bjóðum upp á nýja þónustu sem er sérpantaður þjónustutími milli kl. 18:00 og 22:00 í símum 483-5500 659-5151 og 982-9330